Átta augnslys eftir fikt 2. janúar 2005 00:01 Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira