Velta jókst um 41 prósent
Heildarupphæð veltu vegna fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2004 var 177 milljarðar króna samanborið við 125,6 milljarða króna árið 2003. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins var meðalupphæð á hvern kaupsamning 17,6 milljónir í fyrra en árið 2003 var meðalupphæð á samning 14,8 milljónir króna. Árið 2004 var 10.045 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2003 var 8.465 kaupsamningum þinglýst. Kaupsamningum fjölgaði því um 18,7 prósent.