Viggó hefur ekkert heyrt í Garcia
![](https://www.visir.is/i/4F07B292F5CED83AE5E50214940571B597F079D6ABF64A74FC5E1D73EAEBD765_713x0.jpg)
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist enn ekki hafa heyrt í Jaliesky Garcia landsliðsmanni sem er á Kúbu, en faðir hans lést á öðrum degi jóla. Viggó sagði við íþrótta-deild Bylgjunnar nú rétt fyrir fréttir að hann yrði að fá nýjar fréttir af Garcia í dag, í síðasta lagi á morgun, svo hann geti metið stöðuna upp á nýtt. Íslenska landsliðið æfði í Svíþjóð í morgun og mætir þar heimamönnum í tveimur leikjum.