Innlent

Enn engin svör um Fischer

Dráttur virðist ætla að verða á viðbrögðum japanskra stjórnvalda vegna lausnar Bobbys Fischers. Lögfræðingur Fischers átti fund með fulltrúa japanska dómsmálaráðuneytisins í dag en engin svör fengust um það hvort eða hvenær Fischer yrði látinn laus. Þegar lögfræðingur Fischers krafðist svara voru viðbrögð fulltrúa japanskra stjórnvalda á þau leið að þau gætu haldið honum föngnum eins lengi og þau vildu. Engin opinber yfirlýsing hefur borist frá japönskum stjórnvöldum vegna málsins frá því 28. desember, þegar dómsmálaráðherra landins, Chieko Nohno, féllst á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans, um að fá að fara til Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×