Kvenfangar verr staddir en karlar 5. janúar 2005 00:01 "Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
"Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels