Lögreglufréttir 7. janúar 2005 00:01 Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira