Niðurstaða um mánaðamótin 13. október 2005 15:20 Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira