Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2005 00:01 Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun