Rannsókn enn í höndum Þjóðverja 12. janúar 2005 00:01 Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira