Má fólk ekki bara hlæja? 14. janúar 2005 00:01 Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar