Adios senor Padron 15. janúar 2005 00:01 Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Sjá meira
Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Sjá meira