Adios senor Padron 15. janúar 2005 00:01 Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira