Urðum að leita skjóls 16. janúar 2005 00:01 Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels