Egyptar í valnum gegn Íslandi 16. janúar 2005 00:01 Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira