Þurfum að klípa þá og pirra 22. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira