Lykilleikur gegn Tékkum 22. janúar 2005 00:01 Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira