Karakter að mínu skapi 23. janúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. "Við vorum alltaf á hælunum. Byrjuðum grimmir og svolítið kaldir með 3/3 vörnina en hún gekk ekki upp. Gerðum of mikið af mistökum maður á mann en Roland varði samt ágætlega á þessum kafla. Við vorum svolítið staðir í sókninni og fengum of mikið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og það var æðislegt að ná að jafna leikinn en það sýnir að við erum ekki í miklu betra formi en Tékkarnir," sagði Viggó ákveðinn en hann telur að íslenska liðið geti leikið af slíkum hraða allt mótið. "Það er alveg pottþétt að við höldum þetta út. Við erum búnir að æfa rosalega vel og liðið var andlega ekki í lagi í 45 mínútur. Strákarnir vita aftur á móti núna hvað þeir geta og ég held að þetta gefi okkur blóð á tennurnar. Frammistaðan í dag ber vott um karakter sem ég vil að mín lið hafi." Eins og íslenska liðið var að spila illa lengi vel þá ganga margir leikmenn frá þessum leik með höfuðið hátt. "Markús Máni var að spila stórkostlega og Ólafur var náttúrulega frábær. Arnór átti frábæra innkomu. Ég hefði viljað sjá hann skora tvisvar en hann var óheppinn. Samt í heildina er ég mjög sáttur við sóknarleikinn en við þurfum að laga margt í varnarleiknum. Ég var líka ánægður með hraðaupphlaupin í síðari hálfleik," sagði Viggó sem gat ekki neitað því að íslenska liðið hefði líka verið heppið. "Við vorum heppnir að fá annað stigið en á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum." Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. "Við vorum alltaf á hælunum. Byrjuðum grimmir og svolítið kaldir með 3/3 vörnina en hún gekk ekki upp. Gerðum of mikið af mistökum maður á mann en Roland varði samt ágætlega á þessum kafla. Við vorum svolítið staðir í sókninni og fengum of mikið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og það var æðislegt að ná að jafna leikinn en það sýnir að við erum ekki í miklu betra formi en Tékkarnir," sagði Viggó ákveðinn en hann telur að íslenska liðið geti leikið af slíkum hraða allt mótið. "Það er alveg pottþétt að við höldum þetta út. Við erum búnir að æfa rosalega vel og liðið var andlega ekki í lagi í 45 mínútur. Strákarnir vita aftur á móti núna hvað þeir geta og ég held að þetta gefi okkur blóð á tennurnar. Frammistaðan í dag ber vott um karakter sem ég vil að mín lið hafi." Eins og íslenska liðið var að spila illa lengi vel þá ganga margir leikmenn frá þessum leik með höfuðið hátt. "Markús Máni var að spila stórkostlega og Ólafur var náttúrulega frábær. Arnór átti frábæra innkomu. Ég hefði viljað sjá hann skora tvisvar en hann var óheppinn. Samt í heildina er ég mjög sáttur við sóknarleikinn en við þurfum að laga margt í varnarleiknum. Ég var líka ánægður með hraðaupphlaupin í síðari hálfleik," sagði Viggó sem gat ekki neitað því að íslenska liðið hefði líka verið heppið. "Við vorum heppnir að fá annað stigið en á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira