Slóvenar eru brothættir 24. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira