Er málfrelsi á netinu takmarkað? Guðmundur Magnússon skrifar 27. janúar 2005 00:01 Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun