Innlent

Kostar 30.000 að leysa út kött

  Verið er að framfylgja reglum um kattahald sem settar voru á Suðurnesjum í sumar. Samkvæmt þeim ber að skrá hvern kött og láta merkja með varanlegri merkingu. Fyrir það greiðir eigandinn 15.000 króna skráningargjald. "Kattaveiðimaður er með lista yfir alla merkta ketti," sagði Magnús. "Ef merktur köttur kemur í búrin er honum sleppt aftur. Ef hann er ekki merktur, er hann fluttur í kattageymslu, þar sem hann er geymdur í allt að viku, eða svæfður að þeim tíma liðnum ef enginn vitjar hans. Ef eigandinn vill fá köttinn sinn aftur þarf hann að greiða 15.000 króna skráningargjald, 5.000 krónur í handsömunar- og flutningsgjald og uppihald kattarins, sem nemur 1.400 krónum á dag og getur þá farið í 9.800 krónur sé um heila viku að ræða." Magnús sagði ekki tekið fullt geymslugjald fyrir kettina, þar sem aðlögunartími að reglugerðinni stæði yfir. Honum lýkur senn og þá yrði fullt gjald tekið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×