Skortir grunnþekkingu varnarleiks 3. febrúar 2005 00:01 Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.” Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira