Aðferð veigameiri en verknaður 13. október 2005 15:31 Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira