Tvær vikur í undirbúning 8. febrúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sjá meira