Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira