
Sport
Óli með góðan leik

Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk þegar Ciudad Real vann Teucro, 33-22, á útivelli í spænska handboltanum í gær. Ciudad er á toppnum í deildinni með 27 stig. Dagur Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Bregenz tapaði fyrir Linz, 29-26, í austurríska handboltanum í gærkvöld. Bregenz varð deildarmeistari með 30 stig og tekur með sér sjö stig í úrslitakeppni átta liða um meistaratitilinn.