Sinnuleysi félaganna algjört 14. febrúar 2005 00:01 Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira
Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira