Síminn seldur kjölfestufjárfesti 14. febrúar 2005 00:01 Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira