Fischer: Skelfileg vonbrigði 17. febrúar 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Sjá meira