Hvað er merkilegt í sjónvarpinu? 17. febrúar 2005 00:01 Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun