Var ekki að meika það 19. febrúar 2005 00:01 Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. Íslenski handboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira