Fáránlegt að sýna krossinn 23. febrúar 2005 00:01 Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson. Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira