Handboltaveisla um páskana 28. febrúar 2005 00:01 Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira