Reyna að leysa mál Fischers 1. mars 2005 00:01 Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira