Segir Sri hafa hótað sér 4. mars 2005 00:01 Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira