Fram vann Aftureldingu

Fram vann í kvöld heimasigur á Aftureldingu í 1. deild karla í handknattleik, 26-20. Jón Pétursson skoraði 7 mörk fyrir Fram en Ernir Arnarsson var atkvæðamestur í liði gestanna með 5 mörk. Frammarar komust með sigrinum upp að hlið FH á toppi 1. deildar með 10 stig en Afturelding er í 4. sæti með 6 stig.