Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko 5. mars 2005 00:01 Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira