Fischer sakaður um skattalagabrot 5. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira