Gjörbreytt íslandsmót á næsta ári 6. mars 2005 00:01 Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu. Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Sjá meira
Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Sjá meira