Fischer losni eftir tvo daga 7. mars 2005 00:01 Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira