Útvarpsstjóri brást 10. mars 2005 00:01 Vísir Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira