Samstarfið yrði varla án átaka 11. mars 2005 00:01 Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira