Mikilvægt hjá Val 13. október 2005 18:54 Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira