Hafi veist að heiðri fréttamanna 15. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira