Utanríkisráðherra taki af skarið 15. mars 2005 00:01 Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira