Óvíst um umsókn Fischers 16. mars 2005 00:01 Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira