Fischer: Tillaga lögð fram 17. mars 2005 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira