Sport

ÍBV pakkað saman

Það var aðeins eitt lið á vellinum þegar Haukar tóku á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sigur í DHL-deild kvenna. Haukastúlkur tóku frumkvæðið strax í upphafi og gáfu það aldrei eftir. Þegar upp var staðið unnu Haukastúlkur stórsigur, 35-21, og var sigurinn síst of stór hjá Haukastúlkum. Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti stórleik fyrir Hauka og skoraði tíu mörk og Ramune Pekarskyte var ekki mikið síðri með níu mörk. Anastasia Patsiou var ágæt hjá ÍBV sem og markvörðurinn Florentina Grecu. Aðrir leikmenn ÍBV áttu hrein út sagt skelfilegan dag en hrikalegt var að sjá til Eyjaliðsins í leiknum en liðsheildin er nákvæmlega engin og leikur liðsins byggist eingöngu á einstaklingsframtökum. "Við spiluðum mjög vel, vörnin small og eftirleikurinn var tiltölulega auðveldur," sagði sigurreifur þjálfari Hauka, Guðmundur Karlsson. "Þessi munur er ekki marktækur á liðunum. Ég tel að ÍBV sé með besta mannskapinn í deildinni og að við séum með besta liðið og við sýndum það svo sannarlega í dag."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×