Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira