Sorglegt tap gegn Króötum 25. mars 2005 00:01 Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira