Ummæli Fischers verði rannsökuð 26. mars 2005 00:01 Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira