Páskafrí grunnskólanna ekki stytt 26. mars 2005 00:01 Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira